Forsíða
Velkomin á heimasíðu FKLLÍ
Félag um klíníska lífefnafræði og lækningarannsóknir á Íslandi, KLLÍ, var stofnað 1978 og félagið þá kallað Meinefna-, blóðmeina- og meinalífeðlisfræðifélag Íslands, MBM-félagið. Tilgangur með stofnun félagsins var að styrkja samstöðu meðal íslenskra starfsfélaga, auk þess að koma á formlegum samskiptum við kollega í systurfélögum á hinum Norðurlöndunum.
Fljótlega var sótt um aðild að Nordiskforening for klinisk kemi, NFKK og NORDKEM. Fyrsta stóra verkefni MBM-félagsins var að skipuleggja og standa fyrir XVIII. Norrænu ráðstefnunni í klínískri kemíu í Reykjavík sumarið 1981. Á svipuðum tíma stóð félagið að undirbúningi bæklings um notkun SI eininga á klínískum rannsóknastofum og hvatti til þess að allar rannsóknastofur innan heilbrigðisþjónustunnar skiptu yfir í SI einingar. Árið 1986 sótti félagið um aðild að International Federation of Clinical Chemistry, IFCC, og hefur síðan tekið þátt í starfsemi þeirra samtaka.