KKLÍ
Félagar eru háskólamenntaðir sérfræðingar, sem starfa á rannsóknastofum í klínískri lífefnafræði, eða vinna við rannsóknir sem tengjast klínískri lífefnafræði eða skyldum fræðasviðum.
Flestir eru sérfræðingar í klínískri lífefnafræði, blóðmeinafræði, klínískri lífeðlisfræði, klínískri lyfjafræði, sameindalíffræði eða skyldum greinum. Markmið félagsins er að efla starfsemi þessara fræðigreina á Íslandi, efla tengsl og samskipti milli félagsmanna og viðhalda samskiptum og samstarfi við erlend systurfélög, einkum þau norrænu.